Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 12:27:39 (2605)

2000-12-04 12:27:39# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[12:27]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þessi grein hefur að geyma skerðingarákvæði þau sem valda því að í stað þess að Framkvæmdasjóður fatlaðra og Endurbótasjóður menningarbygginga njóti tekjustofna sinna að fullu renni verulegur hluti tekna þeirra í ríkissjóð. Við erum andvíg þessum skerðingum og teljum fulla þörf fyrir þá fjármuni til þeirra verkefna og þess uppbyggingarstarfs sem þessum sjóðum er ætlað að sinna, einkum og sér í lagi á það við um Framkvæmdasjóð fatlaðra. Sú harkalega útreið sem sá sjóður sætir við afgreiðslu fjárlaganna að tillögu meiri hlutans er óverjandi í ljósi þeirra brýnu verkefna sem sjóðurinn á að sinna, í ljósi langra biðlista eftir vistunarúrræðum fyrir fatlaða, í ljósi þess að allt of hægt miðar við að bæta úr um aðgengismál fatlaðra og sinna öðrum slíkum verkefnum sem framkvæmdasjóðurinn á að gera.

Við erum því andvíg þessum skerðingum og leggjum til að heimildir til þeirra falli brott.