Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 12:33:20 (2607)

2000-12-04 12:33:20# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[12:33]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér eru sömuleiðis á ferðinni næsta sérkennilegar heimildir til eignasölu til handa framkvæmdarvaldinu. Mér er til efs hvort allir hv. þm. hafi gert sér grein fyrir því að í þessum töluliðum er að hluta heimilað að selja spildur úr landi einstakra jarða. Það er orðað í fleirtölu þannig að í sumum tilvikum virðist eiga að fara út á þá braut að reka opinberar stofnanir og stunda rannsóknir fyrir tekjur af sölu hluta af lóðum viðkomandi stofnana. Þannig á t.d. að selja spildur úr landi Keldna og Keldnaholts og verja hluta andvirðisins til eflingar vísindarannsóknum; selja landspildur úr jörðinni Mosfelli, Mosfellsdal, Kjalarnesprófastsdæmi o.s.frv. Þessi handahófskennda eignasala ríkisins, að selja spildur úr einstaka ríkisjörðum með þessum hætti er fráleit ráðstöfun. Hér vantar alla stefnumótun og við leggjumst gegn þessu, herra forseti.