Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 12:34:39 (2608)

2000-12-04 12:34:39# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[12:34]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er á ferðinni alvarlegt þingmál. Hér eru gerðar tillögur um sölu á eignarhlutum í jörðum eða heilum jörðum án þess að fyrir liggi nokkur áætlun um landnýtingu ríkisins eða stefnu varðandi ríkisjarðir.

Margar af þessum jörðum eru náttúruperlur og væru betur komnar í almannaþágu en að bjóða þær hæstbjóðanda til sölu. Hér er þörf á nýrri stefnu í stað þess stefnuleysis sem hér kemur fram.