Fjáraukalög 2000

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 15:22:19 (2615)

2000-12-04 15:22:19# 126. lþ. 39.1 fundur 156. mál: #A fjáraukalög 2000# frv. 145/2000, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 126. lþ.

[15:22]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Til mín var beint fyrirspurn um hvort að í fjáraukalagafrv. væri að finna lausung upp á mörg hundruð millj. kr. Ég vil nú ekki taka svo djúpt í árinni. Hins vegar erum við efnislega sammála um það, bæði hv. 7. þm. Reykv. og varaformaður fjárln., að fjáraukalög eiga að taka á ófyrirséðum útgjöldum, að það beri að nálgast það verkefni.