Fjáraukalög 2000

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 16:24:11 (2630)

2000-12-04 16:24:11# 126. lþ. 39.1 fundur 156. mál: #A fjáraukalög 2000# frv. 145/2000, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 126. lþ.

[16:24]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er skilningur meiri hluta fjárln. að þetta fjármagn eigi að ganga til Skógræktar ríkisins. Það er ólíklegt að þessar heimildir verði notaðar á þessu ári og þess vegna eru þær inni á fjárlögum á næsta ári. Hins vegar höfum við ekki gengið endanlega frá þessu orðalagi, erum með þetta í skoðun. Við höfum, af ástæðum sem hv. þm. nefndi, beðið um upplýsingar um kvaðir sem fylgdu þessum jörðum. Í öðru tilfellinu gæti verið um mjög miklar eignir að ræða, við vitum það ekki, varðandi Straum. Það er mikil óvissa um hve verðmæta eign er þar að ræða. Hluti af því landi gæti verið mjög verðmætur. Við höfum þetta mál til skoðunar varðandi fjárlagagerðina á næsta ári. Það er ólíklegt að þessi heimild verði notuð á þessi ári en málið kom til í tengslum við umræðu um að styrkja stöðu Skógræktar ríkisins. Meiri hluti fjárln. telur að svo beri að gera.