Fjáraukalög 2000

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 16:25:33 (2631)

2000-12-04 16:25:33# 126. lþ. 39.1 fundur 156. mál: #A fjáraukalög 2000# frv. 145/2000, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 126. lþ.

[16:25]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Jóni Kristjánssyni fyrir svörin. Mér finnst mikilsvert að það liggi fyrir að fjárln. skilji það svo að þessum fjármunum verði eingöngu varið, ef ég má leyfa mér að túlka það svo, til þess að bæta fjárhag Skógræktar ríkisins og annað standi ekki til.

Ég treysti því, í ljósi þeirrar lögskýringar sem þá liggur fyrir í formi yfirlýsingar formanns fjárln., að ekkert annað yrði uppi á teningnum ef til þess kæmi að heimildin yrði notuð innan fjárlagaársins. Ég mæli náttúrlega eindregið með því og vonast til að fjárln. komist að þeirri niðurstöðu að breyta orðalagi heimildargreinarinnar í fjárlagafrv. þannig að þegar það kemur til afgreiðslu í lok vikunnar eða svo þá verði búið að ganga skýrt og skilmerkilega frá því að orðalagið sé í samræmi við vilja gefendanna á sínum tíma þannig að óyggjandi sé að ekkert gerist þarna sem setja mundi ljótan blett á þau samskipti, verða mönnum til leiðinda eða gefa slæmt fordæmi hvað aðra sambærilega hluti varðar.