Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 18:49:50 (2654)

2000-12-04 18:49:50# 126. lþ. 39.9 fundur 310. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001# (breyting ýmissa laga) frv. 174/2000, JóhS (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 126. lþ.

[18:49]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Það er alveg óþarfi að vera að snúa út úr málflutningi mínum. Ég var ekki að bera á Öryrkjabandalagið að það væri með neina sýndarmennsku í málinu varðandi viljayfirlýsinguna heldur hæstv. ráðherra. Ég nefndi sérstaklega, hæstv. ráðherra, þar sem hann lætur ekki framlag eða ætlar ekki að láta framlag fylgja þessari yfirlýsingu til að hægt sé að auka við þjónustu við fatlaða á næsta ári. Ég er alveg viss um allan heiðarleika hjá Öryrkjabandalaginu í því efni en ég efast um eftir þessi orðaskipti, herra forseti, að ráðherrann ætli að standa við hlut sinn í þessu máli.