Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 19:01:56 (2658)

2000-12-04 19:01:56# 126. lþ. 39.9 fundur 310. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001# (breyting ýmissa laga) frv. 174/2000, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 126. lþ.

[19:01]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Erfðafjársjóður hefur reyndar vaxið mikið á undanförnum árum. Hann var skyndilega orðinn hagstæð trygging en á árum fyrr var hann það ekki. Hann var lengi vel frekar veikur sjóður og óx hægt en í seinni tíð, eftir því sem eignamyndun verður hjá íslenskum fjölskyldum og fólki, verður sjóðurinn skyndilega burðugri en menn sáu fyrir þegar þeir komu honum á fót. Þetta er breytingum háð og hefur ekkert með málefni fatlaðra að gera.

Ég tel að jafnmikilvægur málaflokkur og málefni fatlaðra eigi að vera umræðuefni hér sem skipti mönnum í fylkingar og flokka og menn eiga að takast á. En þá eiga menn ekki að segja: Við viljum fá meiri peninga í þennan málaflokk af því að það stendur svo vel á hjá erfðafjársjóði. Það finnst mér vera skökk nálgun í málinu. Ég held reyndar að það sé ekki mjög mikill ágreiningur um þetta efni milli okkar hv. þm.