Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 19:16:45 (2664)

2000-12-04 19:16:45# 126. lþ. 39.9 fundur 310. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001# (breyting ýmissa laga) frv. 174/2000, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 126. lþ.

[19:16]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Hér er lítils háttar misskilningur á ferðinni því að hæstv. dómsmrh. hefur nákvæmlega enga kröfu gert á forseta þingsins varðandi þetta mál né annað. (RG: Svo hafði mér verið sagt.)

Varðandi það að aðeins eitt dagskrármál sé eftir þá er það einfaldlega ekki rétt. Fimm af dagskrármálunum eru órædd enn þá. Tvö þeirra verða tekin út af dagskrá en þrjú tekin til umræðu á eftir. Það lá ljóst fyrir strax í morgun á fundi forsætisnefndar og á fundi forseta með þingflokksformönnum að mér var tjáð, að dagskránni yrði lokið. Reiknað var með að fundur stæði ekki langt fram á kvöldið. Forseti mun gera stutt matarhlé á eftir.