Útflutningsráð Íslands

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 14:30:07 (2694)

2000-12-05 14:30:07# 126. lþ. 40.8 fundur 324. mál: #A Útflutningsráð Íslands# (markaðsgjald) frv. 167/2000, utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[14:30]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breyting á lögum um Útflutningsráð Íslands.

Þar sem hér er um tiltölulega einfalt mál að ræða, framlengingu á markaðsgjaldi til tveggja ára til að fjármagna starfsemi ráðsins, og miklar annir eru í þinginu sé ég ekki ástæðu til að fara efnislega mikið yfir þetta mál. Það er hv. þm. kunnugt og ég vænti þess að það fái ítarlega umfjöllun í nefndinni sem fær það til meðferðar.

Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði málinu vísað til 2. umr. og hv. utanrmn.