Útflutningsráð Íslands

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 14:31:14 (2695)

2000-12-05 14:31:14# 126. lþ. 40.8 fundur 324. mál: #A Útflutningsráð Íslands# (markaðsgjald) frv. 167/2000, SighB
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[14:31]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég held að enginn velkist í vafa um það að Útflutningsráð Íslands hafi þjónað hlutverki sínu af mestri prýði og að nauðsynlegt sé að starfsemi þess geti haldið áfram að minnsta kosti um sinn. Þetta frv. er flutt til að tryggja áframhaldandi tekjustofn til starfsemi Útflutningsráðs á næstu tveimur árum. Þeir aðilar sem bera af því kostnaðinn eru sammála um málið og ég tel því rétt að hraða afgreiðslu þess.