Lokafjárlög 1998

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 20:48:14 (2743)

2000-12-05 20:48:14# 126. lþ. 40.11 fundur 260. mál: #A lokafjárlög 1998# frv., Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[20:48]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Það er rétt sem fram kemur hjá hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur að vanalega er gert um það samkomulag með hvaða hætti störfum þingsins er háttað þegar nefndir eru að störfum. Forseti gerði um það samkomulag við formann efh.- og viðskn. að gert yrði hlé á þessum fundi frá kl. 7 til kl. 8 vegna nefndarstarfa. Það komu skilaboð frá nefndinni kl. 8 þar sem óskað var eftir 15 mínútna hléi í viðbót. Forseti varð að sjálfsögðu við því. Síðan heyrðist ekki meira frá nefndinni en forseti gekk eftir því kl. 8.15 hvort fundur gæti hafist og var sagt að svo væri ekki, það væri eftir svona korter. Forseti dró það í 20 mínútur í viðbót að setja fund að nýju og hleypti síðan umræðunni af stað 8.35. Hér hafa komið eindregnar óskir um það frá stjórn og stjórnarandstöðu að umræðunni verði frestað örlítið lengur og forseti hefur orðið við því.