Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 22:21:38 (2751)

2000-12-05 22:21:38# 126. lþ. 40.9 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[22:21]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. kemur sér hjá því að svara af hverju hann lagði ekki til að persónuafsláttur yrði hækkaður við hækkun útsvarsins í fyrra hjá Reykjavíkurborg sem hækkaði staðgreiðsluálaginguna hjá öllum landsmönnum. (Gripið fram í.) Af hverju gerði þingmaðurinn það ekki? Það hefði hann betur gert.

Það sýnir bara í hnotskurn að ekki er hægt að ætlast til að við í þessum sal höfum slíkt eftirlit með öllum ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi sveitarfélaganna. Þau verða að fá að taka ákvarðanir sínar sjálf og til þess eiga þau að hafa rúmt svigrúm. Ef þau vilja veita betri þjónustu á þessu sviði heldur en eitthvert annað sveitarfélag þá finnst mér ekkert athugavert við að þau geti gert það og geri það þá innan tekjuöflunarmöguleika sinna.