Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 22:23:47 (2753)

2000-12-05 22:23:47# 126. lþ. 40.9 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[22:23]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það er vegna þess að það er ekkert smámál (ÖJ: Það er smámál sem er stórt.) Það er orðið 1.250 millj. kr., það er svolítið öðruvísi en sú 81 króna sem ég var að tala um áðan og ég leyfði mér að kalla litla peninga.

En ef málið snýst eingöngu um það, hv. þm., að ríkið lækki til jafns við sveitarfélögin hefði þá þingmaðurinn viljað það, eins og staðan var í tekjustofnanefndinni lengi vel og talið var að niðurstaða yrði um og sátt, hefði hann þá viljað að sveitarfélögin hefðu bara fengið heimild til þess að hækka um 0,33% að þessu sinni eins og ríkið er að lækka sinn tekjuskatt ? Hefði það þá verið í lagi bara af því að það voru slétt skipti?

Við féllumst á það hjá ríkinu að sveitarfélögin gætu hækkað útsvar sitt enn meir heldur en ríkið lækkaði. Mér finnst það, eins og ég er margbúinn að segja, bara eðlilegt, almennt eðlilegt. En ég sé ekki að menn geti gert kröfu um að ríkið borgi fyrir það, að ríkið leggi fram það fjármagn. Mér finnst það alls ekki sanngjörn krafa.