Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 22:33:43 (2762)

2000-12-05 22:33:43# 126. lþ. 40.9 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[22:33]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er samningsatriði milli ríkisins og aðila vinnumarkaðarins eins og oft hefur verið nefnt hvernig staðið er að ákvörðun á persónuafslætti.

Meginatriði þessarar umræðu er hvort sveitarfélögunum verði gert kleift að standa við lögbundin verkefni. Ég tel að svo sé ekki með þessum ráðstöfunum eftir að tekin hefur verið ákvörðun um verkefnatilflutning, eftir stórfelldan búferlaflutning af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið þar sem sveitarfélög eiga mjög erfitt með að sinna lögbundinni þjónustu og verkefnum.

Þetta er byggðapólitískt fjandsamlegt frv. og fjandsamleg ákvörðun. Í raun hefur ekkert komið fram um að sveitarfélög, sem átt hafa við mjög erfiða fjárhagsstöðu að stríða á undanförnum árum, geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum.