Jöfnunargjald vegna alþjónustu árið 2001

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 23:19:33 (2773)

2000-12-05 23:19:33# 126. lþ. 40.17 fundur 318. mál: #A jöfnunargjald vegna alþjónustu árið 2001# frv. 160/2000, RG
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[23:19]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Þetta er mjög einfalt mál að sjá, fjallar um að innheimta jöfnunargjald samkvæmt 15. gr. laga um fjarskipti og að gjaldið skuli nema 0,12% af bókfærðri veltu eins og hún er skilgreind í 15. gr. laganna um fjarskipti. Ég skil þetta mál þannig, herra forseti, að álagsprósentan sé fyrir 0,10% og verið sé að leggja það til að hún verði hækkuð í 0,12%. Einnig kemur fram, t.d. í máli ráðherra að farið sé fram á ákveðna fjárhæð og í þessu tilfelli er það Neyðarlínan sem hefur farið fram á 20,5 millj. vegna kostnaðar við neyðarsímsvörun.

Það verður að segjast eins og er að mjög erfitt er að leggja mat á þessa fjárhæð eða álagsgjaldið. Það þarf auðvitað að líta á þetta bara í nefnd. Því tel ég að þetta mál sé best komið í allshn. og verði skoðað þar og mun ekki láta í ljós neitt álit á því á þessu stigi.