Staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 23:39:47 (2780)

2000-12-05 23:39:47# 126. lþ. 40.14 fundur 285. mál: #A staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar# (Þingvallaprestakall) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[23:39]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef að sjálfsögðu orðið vör við þessa umræðu og þær athugasemdir sem hv. þm. kom inn á í ræðu sinni en svara því til að við erum að tala um afmarkaða lagasetningu eða frv. til þess að breyta lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, og það er ekki til umræðu í sjálfu sér hvernig fer um það mál sem kirkjuþing hefur ályktað varðandi prestssetur Þingvöllum.

Ég vil líka benda á að það er að sjálfsögðu hægt að þjóna þeirri sókn þó að presturinn búi annars staðar en ég get ekki upplýst frekar um þetta mál eins og staða þess er í dag.