Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 06. desember 2000, kl. 14:12:34 (2819)

2000-12-06 14:12:34# 126. lþ. 41.1 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 126. lþ.

[14:12]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Ég ætla að leyfa mér að segja nei við þessari tillögu. Við höfum verið upplýst um það í þessum sal af einum ágætum hv. þm. Samfylkingarinnar að það sé þensla í efnahagslífinu og það sé verið að eyða um efni fram og það þurfi að sýna aðhald í opinberum rekstri og að helsta vandamál okkar nú til dags sé viðskiptahalli, tifandi tímasprengja er það orð sem stundum hefur verið viðhaft um það. Á slíkum tímum hljómar það eins og ómerkilegt yfirboð og afar ótrúverðugt að ætla sér að fara að afgreiða síðan tillögu eins og þá sem hér er til umræðu með því að samþykkja hana. Ég segi því að sjálfsögðu nei við þessu.