Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 06. desember 2000, kl. 14:18:47 (2823)

2000-12-06 14:18:47# 126. lþ. 41.1 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 126. lþ.

[14:18]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þingmenn Samfylkingarinnar og minni hluti efh.- og viðskn. munu freista þess að flytja brtt. við 3. umr. málsins til hækkunar á skattleysismörkum til að forða því að 2--3 þúsund manns í hópi námsmanna, lífeyrisþega og lágtekjufólks fari að greiða skatt á næsta ári og að allt að þriggja mánaða launahækkun launafólks sem samið var um fyrr á þessu ári hverfi í skattahækkun. Þá brtt. þarf að samþykkja ásamt þessari tillögu til þess að forða því að auka skattbyrði á láglaunafólk á næsta ári sem þessi ríkisstjórn ber alfarið ábyrgð á ef af verður. Ég segi já.