Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 06. desember 2000, kl. 14:19:56 (2824)

2000-12-06 14:19:56# 126. lþ. 41.1 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 126. lþ.

[14:19]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Nú hefur ríkisstjórnarmeirihlutinn fellt tillögu um að tekjuskattar á einstaklinga verði lækkaðir til samræmis við heimildir til útsvarshækkunar hjá sveitarfélögum eða um 0,99%. Nú greiðum við atkvæði um tillögu um að tekjuskattur verði lækkaður um 0,33%. Að sjálfsögðu er þetta skref í rétta átt og við styðjum það en eftir stendur að skattbyrði á launafólk er aukin. Ég vek athygli á því að frá því að frá því að staðgreiðsla var tekin upp hefur skattbyrði á einstaklinga verið hækkuð en skattbyrði á fyrirtæki lækkuð. Það er alger lágmarkskrafa að þingið samþykki í framhaldi af þessum málalyktum hækkun á persónuafslætti því að öðrum kosti mun það gerast að skattleysismörkin lækka með þeim afleiðingum að það fjölgar um rúmlega tvö þúsund manns í hópi láglaunafólks sem verður gert að greiða skatta og stjórnarandstaðan mun leggja fram tillögu í þessa veru.