Kísilgúrvinnsla úr Mývatni

Miðvikudaginn 06. desember 2000, kl. 14:44:34 (2831)

2000-12-06 14:44:34# 126. lþ. 42.2 fundur 278. mál: #A kísilgúrvinnsla úr Mývatni# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 126. lþ.

[14:44]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Hæstv. umhvrh. sagði að skrifstofunni væri kunnugt um málið en gat þess ekki nánar hvort nokkur viðbrögð hefðu komið þaðan. Það er full ástæða til að spyrja þá eftir því hvort þessi skrifstofa hafi ekki brugðist við með neinum hætti og fylgst með málinu áfram.

Það er líka ástæða til þess að rifja það upp að áður en þessi ákvörðun hæstv. umhvrh. var tekin, þ.e. skorið úr um þessi mál, þá lágu fyrir fjölmörg álit. Þau voru flest á einn veg þar sem þeir sem höfðu náttúruna helst í huga voru mjög andvígir því að þessi nýting héldi áfram. Þó voru aðilar líka sem mæltu með nýtinguni. En þarna var, og ég vil endurtaka það sem ég sagði fyrr í dag, eins og ævinlega nema í Melasveitinni, náttúran ekki látin njóta vafans.