Eftirlit með útlendingum

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 10:59:11 (2884)

2000-12-07 10:59:11# 126. lþ. 43.2 fundur 284. mál: #A eftirlit með útlendingum# (beiðni um hæli) frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[10:59]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mig langar í upphafi umræðunnar að bera fram tvær spurningar til hæstv. ráðherra. Sú fyrri er: Í hvaða tilfelli getur Ísland verið þriðja land samkvæmt þessum samningi, þ.e. svokallað þriðja trygga land sem senda má útlending til sem leitar hælis í öðru landi og landi sem á aðild að Dyflinnarsamningnum? Sem sagt öfugt við það sem verið er að fjalla um hér þegar við erum að benda á að við getum sent fólk úr landi samkvæmt samningnum.

Hin spurningin er: Hve mörg lönd eru í dag aðilar að Dyflinnarsamningnum? Hvaða lönd umfram það sem getið er um í fylgiskjali I með samningnum?