Eftirlit með útlendingum

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 11:37:09 (2896)

2000-12-07 11:37:09# 126. lþ. 43.2 fundur 284. mál: #A eftirlit með útlendingum# (beiðni um hæli) frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[11:37]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég óska mjög eindregið eftir því að þegar þetta mál hefur komist til nefndar þá tryggi dómsmrn. að skoðað verði hvort hin löndin eru öll að lögfesta þetta ákvæði fyrir áramót, við höfum nefnilega stundum verið kaþólskari en páfinn í þessum efnum, og hvort það sé örugglega þannig að engin leið sé til þess að láta þessi tvö frv. fylgjast að og við högum okkur eins og fólk. Tryggjum réttarstöðu allra útlendinga, vinnuafls, flóttamanna, hælisleitandi og þeirra sem koma hingað til að eiga með okkur framtíð hér.