Þjóðminjalög

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 15:05:59 (2924)

2000-12-07 15:05:59# 126. lþ. 43.3 fundur 223. mál: #A þjóðminjalög# (heildarlög) frv., 224. mál: #A safnalög# (heildarlög) frv., 225. mál: #A húsafriðun# (heildarlög) frv., 226. mál: #A menningarverðmæti# frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[15:05]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vildi aðeins út af síðustu ádrepu hv. þm. benda honum á að hér er ekki verið að fjalla um annað og orð hans snerust um gildandi lög. Eins og hann sér ef hann les grg. með frv. um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa eru einu breytingarnar samkvæmt grg. frv. þær að þjóðminjavörður kemur þar í staðinn fyrir Þjóðminjasafn Íslands af því að verið er að greina á milli og skipta upp hlutverki. Svona er þetta í gildandi íslenskum lögum eins og þau eru núna. Þau lög voru sett 1996 og væri þá spurning fyrir hv. þm. að líta á þau gildandi lög. Við höfum ekki, eins og málum er háttað, forstöðumann fyrir Náttúruminjasafni sem er sambærilegur forstöðumanni Listasafnsins eða þjóðminjaverði eins og starf hans er skilgreint samkvæmt þjóðminjalögunum eins og frv. gerir ráð fyrir. Menn verða að líta til þess þegar þeir fjalla um þetta því að samkvæmt grg. frv. er ekki verið að breyta efnisákvæðum heldur er verið að setja inn þarna ákvæði sem segja að þjóðminjavörður komi í staðinn fyrir Þjóðminjasafnið.