Þjóðminjalög

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 15:36:32 (2934)

2000-12-07 15:36:32# 126. lþ. 43.3 fundur 223. mál: #A þjóðminjalög# (heildarlög) frv., 224. mál: #A safnalög# (heildarlög) frv., 225. mál: #A húsafriðun# (heildarlög) frv., 226. mál: #A menningarverðmæti# frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[15:36]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég skil þetta þarf að setja ný lög, sérlög um hið nýja höfuðsafn, Náttúruminjasafn Íslands. En varðandi það hvort setja þurfi lög til að fella út úr lögunum um Náttúrufræðistofnun Íslands ákvæði um náttúruminjasafnið þá er það ekki svo. Árið 1992 var aðgreint á milli núverandi starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands og safnastarfseminnar. Þá var felld niður lagakvöð á Náttúrufræðistofnun Íslands um að standa að Náttúruminjasafni Íslands. Þessari lagakvöð var aflétt 1992 þannig að henni þarf ekki að aflétta aftur.