Þjóðminjalög

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 15:39:00 (2936)

2000-12-07 15:39:00# 126. lþ. 43.3 fundur 223. mál: #A þjóðminjalög# (heildarlög) frv., 224. mál: #A safnalög# (heildarlög) frv., 225. mál: #A húsafriðun# (heildarlög) frv., 226. mál: #A menningarverðmæti# frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[15:39]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi 12. lið 2. gr. í frv. þá er hann í gildi í núverandi lögum eins og fram hefur komið. Varðandi bráðabirgðaákvæðið þá heyrist mér að þingmenn séu sammála um að farið hafi fram aðskilnaður 1992 hér í þinginu þannig að lagakvöðinni var létt af Náttúrufræðistofnun Íslands, því sé náttúruminjasafnið hálfmunaðarlaust og brýnt að koma því fyrir með lögum eins og gert er í þessari rammalöggjöf.

Ég skil það svo að það þurfi ekki að breyta lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands að þessu leyti. Aðskilnaðurinn hefur farið fram.