Fjárframlög til vegagerðar og 3. umr. fjárlaga

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 16:37:00 (2951)

2000-12-07 16:37:00# 126. lþ. 43.93 fundur 178#B fjárframlög til vegagerðar og 3. umr. fjárlaga# (um fundarstjórn), JónK
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[16:37]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Í morgun var rætt í fjárln. málið með Vegagerðina og ég gerði grein fyrir stöðu mála varðandi hana. Það er rétt að í fjárlagafrv. stendur að samgrh. muni gera grein fyrir þessum áformum. En það eru engar breytingar frá frv. á þessum upphæðum þannig að þessi frestunaráform standa. Það er ljóst að þessi áform verða lögð fyrir þingið í byrjun febrúar þegar vegáætlun verður endurskoðuð eins og fyrir dyrum stendur í vetur.

Ég get skýrt frá því hér að ég hef haft samband við starfandi samgrh. Samgrh. er ekki á landinu eins og stendur. En ég hef haft samband við starfandi samgrh. og hann er tilbúinn að taka þátt í umræðunum á morgun og skýra þá stöðu mála. Ég vildi að þetta kæmi fram í tilefni af orðum hv. síðasta ræðumanns.