Réttindagæsla fatlaðra

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 17:23:44 (2959)

2000-12-07 17:23:44# 126. lþ. 43.9 fundur 331. mál: #A réttindagæsla fatlaðra# frv., félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[17:23]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég minnist hv. þm. Ástu B. Þorsteinsdóttur með mjög mikilli virðingu og þakklæti. Hún hvarf allt of snemma frá okkur. Ég vona með sjálfum mér að hún mundi telja að þetta frv. spor í rétta átt þó að hún hefði væntanlega getað hugsað sér að ganga lengra í einhverjum atriðum en hér er gert.

Fyrirkomulagið sem Þroskahjálp lagði fyrst og fremst til yrði mjög dýrt í framkvæmd. Ég vek athygli á því að þetta frv. kostar samkvæmt mati fjmrn. 6--7 millj. Ég vek líka athygli á því að þessi lög á að endurskoða eftir fjögur ár frá gildistöku. Ef mönnum sýnist, á þeim reynslutíma sem þá mun liðinn, ekki nógu vel að verki staðið þá gefst aftur tækifæri til að gera betur.