Málefni aldraðra

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 18:28:55 (2968)

2000-12-07 18:28:55# 126. lþ. 43.10 fundur 317. mál: #A málefni aldraðra# (Framkvæmdasjóður aldraðra) frv. 172/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[18:28]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það stakk mig í ræðu hæstv. heilbrrh. er hún minntist á að gjaldið hækkaði svo lítið, 513 kr., væri 1,41 kr. á dag og munaði nú ekki mikið um það. Með sömu rökum mætti taka öll laun af fólki, bara í smápinklum, taka bara pínulítið í hvert skipti, 500 kall í hvert skipti og þá munaði ekkert um að í hvert skipti. En að lokum yrðu launin búin. Það vill svo til að með sömu rökum er sett á fullt af litlum gjöldum, t.d. á fasteignir einstaklinga. Ég minni á fjöldann allan af gjöldum sem þar eru sett á eru lág gjöld og sömuleiðis þetta gjald. Ég geri þó ráð fyrir því að einhvern með lágar tekjur muni um 500 kr. á ári. Ég geri ráð fyrir því að hann vanti akkúrat þær 500 kr. sem hér er lagt til að taka af honum.

Ég held að menn ættu ekki að temja sér svo léttúðugt tal um annarra manna peninga.