Málefni aldraðra

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 18:31:47 (2971)

2000-12-07 18:31:47# 126. lþ. 43.10 fundur 317. mál: #A málefni aldraðra# (Framkvæmdasjóður aldraðra) frv. 172/2000, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[18:31]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Gert er ráð fyrir að frv. fari til heilbr.- og trn. og ég mæli með því en frv. getur þess vegna farið í fleiri nefndir mín vegna, bara að þetta gangi hratt fyrir sig.

Ég ber virðingu fyrir sköttum Íslendinga og mér finnst skipta máli í hvað þeir fara. Þarna er nákvæmlega eyrnamerkt í hvað skattarnir eiga að fara. Fólk munar mismunandi mikið um þessa peninga, það er alveg ljóst. Sem betur fer er mjög stór hluti sem munar ekkert um það en það er líka hluti sem finnur fyrir því og það er auðvitað alltaf þannig í samfélaginu. Við getum ekki komið í veg fyrir það. Aðalatriðið er að það fjármagn sem kemur inn í þessum sköttum fer til aldraðra og ekki er vanþörf á.