Heilbrigðisáætlun til ársins 2010

Fimmtudaginn 07. desember 2000, kl. 19:29:36 (2985)

2000-12-07 19:29:36# 126. lþ. 43.11 fundur 276. mál: #A heilbrigðisáætlun til ársins 2010# þál., heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 126. lþ.

[19:29]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég hef lofað því að tala hér örstutt enda hefur orðið ágætisumræða um heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Af því að mér láðist að þakka fyrir það áðan þá ætla ég að þakka úr ræðustól Alþingis öllum þeim sem komu að gerð þessarar áætlunar. Í hana var lögð geysilega mikil vinna og margir komu að því starfi. Afraksturinn er eftir því og ber að þakka þá miklu vinnu. Ég þakka líka fyrir þá umræðu sem hér hefur orðið og vona að þessi áætlun fái góða umfjöllun í heilbr.- og trn.

Til mín var aðeins beint einni spurningu. Hv. þm. Bryndís Hlöðversdóttir spurði mig um norræna samvinnu varðandi ýmsa þætti. Varðandi alla staðla þá höfum við mikla samvinnu við Norðurlöndin. Mikið upplýsingaflæði er á milli þessara landa og sérstök ráðherranefnd kemur saman reglulega. Við höfum mjög mikla samvinnu við aðrar norrænar þjóðir, enda margt skylt.