Fjárlög 2001

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 12:05:13 (3021)

2000-12-08 12:05:13# 126. lþ. 44.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[12:05]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég fjallaði um þetta mál í umræðum um fjáraukalög á sínum tíma og gaf um það yfirlýsingar sem meiri hluti nefndarinnar er sammála. Það er fortakslaust að söluandvirðinu á að verja til styrktar rekstri Skógræktar ríkisins, enda eru gjafabréf fyrir þessum jörðum sem fjalla um að þær séu gefnar til Skógræktarinnar. Þetta eru jarðir sem voru gefnar til Skógræktarinnar á sínum tíma og það er ótvírætt og skilningur meiri hluta nefndarinnar að þessu verði varið til styrktar rekstri Skógræktarinnar. Allar fyrri yfirlýsingar mínar varðandi þetta standa og ég vil staðfesta það hér.