Fjárlög 2001

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 12:20:22 (3031)

2000-12-08 12:20:22# 126. lþ. 44.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[12:20]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Skýringin á þessu máli er sú að umhvrn. hefur úthlutað Umhverfisverndarsamtökum af óskiptum lið hingað til. Fjárstyrkir hins opinbera til þessara mála eru nýtilkomnir. Ég beitti mér t.d. fyrir því að óskipt fjármagn færi til þessara mála. Varðandi Umhverfisverndarsamtök Íslands þá sóttu þau um að koma upp starfsmanni og skrifstofu. Í umsókn þeirra var greint frá því að þeir hygðust bjóða öðrum náttúruverndarsamtökum afnot af þeirri aðstöðu. Þess vegna ákvað meiri hluti nefndarinnar að gera tillögu um að þetta yrði sérgreint. Í því felst ekki sú skoðun að starfsemi þeirra sé mikilvægari en annarra á þessu sviði. Ég vonast til að önnur samtök geti fengið framlög af þessum safnlið frá umhvrn., þeim safnlið sem við vorum einmitt að rýmka í því skyni.