Fjárlög 2001

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 13:56:36 (3045)

2000-12-08 13:56:36# 126. lþ. 44.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, EMS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[13:56]

Einar Már Sigurðarson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hæstv. starfandi samgrh. benti mér á að að vegna þeirra reglna sem gilda um þessa umræðu gæti hann ekki svarað þeim spurningum sem ég lagði fyrir hann. Hv. þm. Kristján Pálsson hefur í millitíðinni gengið í salinn og ég vænti þess að hann kannist við töluvert af því sem ég greindi frá í fyrri ræðu minni.

(Forseti (ÍGP): Má ég biðja hv. þm. að gefa hljóð í salnum. Það er einungis einn ræðumaður sem fær að tala í einu hér í salnum.)

Herra forseti. Til þess að fá lausn í þetta mál, í samhengi við það að hæstv. ráðherra hefur ekki tök á að svara þeim spurningum sem ég lagði fyrir hann, tel ég eðlilegt að hv. þm. Kristján Pálsson, sem vitnað er til í fréttinni sem ég las, staðfesti hvort rétt er eftir haft í fréttinni eða rangt.