Fjárlög 2001

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 18:29:00 (3069)

2000-12-08 18:29:00# 126. lþ. 44.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[18:29]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 3. þm. Norðurl. e. gerði það að umræðuefni hve við í meiri hluta fjárln. hefðum verið skítlegir við landbrn. En ég vildi láta koma fram að framlög til landbrn. hækka um 12,9% og það er þriðja í röðinni hvað hækkanir snertir, félmrn. fær mestar hækkanir vegna tilfærslu verkefna til sveitarfélaga. Samgrn. fær einnig meiri hækkun vegna þess að vegamál og hafnarframkvæmdir sem var frestað á síðasta ári koma inn í ár en þegar því sleppir er landbrn. með mesta hækkun af ráðuneytunum. Við höfum nú ekki verið verri en þetta.

Ég tók það fram í ræðu minni í dag að tilteknar stofnanir væru til skoðunar. Ég vildi láta þetta koma fram til að forðast allan misskilning í þessu að við hefðum verið að þjarma eitthvað sérstaklega að landbúnaðarmálum.