Fjárlög 2001

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 23:31:19 (3106)

2000-12-08 23:31:19# 126. lþ. 44.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[23:31]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því að hv. þm. Hjálmar Jónsson hefur komið til að árétta umræðuna. Eins og hann gat réttilega um var hann 1. flm. að tillögunni og má vel vera að nýrri og fullkomnari tækni finnist til að ná þar enn betri árangri. Þá er bara að leita hennar en aðalmálið er að þetta komist til framkvæmda eins og hv. þm. Hjálmar Jónsson lagði áherslu á og stuðningur við tillögu okkar mundi styrkja málið. Ég ítreka að við tillöguflutning á næsta ári, eins og hv. þm. boðaði, mundi ég áfram fagna málinu og ég er reiðubúinn að styðja það áfram til að ná þarna árangri. Það er mannréttindamál að allir Íslendingar sitji við sama borð eins og hv. þm. Hjálmar Jónsson lagði áherslu á, 1. flm. tillögunnar sem varð ekki útrædd á síðasta þingi.

Ég vona að Alþingi beri gæfu til að ljúka málinu til farsældar fyrir þetta fólk áður en því lýkur í vor.