Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 11:25:06 (3119)

2000-12-11 11:25:06# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, GE (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[11:25]

Gísli S. Einarsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú við lokaatkvæðagreiðslu um fjárlagafrv. fyrir árið 2001 vill Samfylkingin enn leggja áherslu á nauðsyn þess að beita aðhaldi í ríkisrekstri og vísum við þar til tekjutillagna okkar þar sem gert er ráð fyrir 2,5 milljarða tekjum umfram útgjaldatillögur. Enn fremur vísum við til óásættanlegra vinnubragða varðandi tekjuauka ríkissjóðs með hugmyndum um sölu Landssímans og/eða bankanna án þess að skilgreina hvað eigi að gera, hvernig eigi að gera það og hvernig framkvæmdin eigi að vera.

Samfylkingin mun veita ýmsum tillögum brautargengi sem greidd verða atkvæði um en sitja hjá við aðrar tillögur eftir aðstæðum við þessa lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár.