Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 11:28:40 (3121)

2000-12-11 11:28:40# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, fjmrh. (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[11:28]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Fjárlög fyrir árið 2001 koma nú til lokaafgreiðslu mun fyrr en venja hefur verið í Alþingi.

Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þingheimi fyrir mjög gott samstarf um afgreiðslu þessa máls og þó sérstaklega fjárln. þingsins, bæði meiri hluta og minni hluta. Þó svo að eflaust sýnist sitt hverjum um einstaka liði í þessu frv., þá er meginniðurstaða þess sú að rekstrarafgangur er um það bil 34 milljarðar kr. og lánsfjárafgangurinn um 39 milljarðar kr., samtals um 60 milljarðar á árunum 2000 og 2001 í lánsfjárafgang. Þetta er hin stóra niðurstaða úr þessari afgreiðslu og þetta er mjög mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf og það sem fram undan er í þeim efnum.

Þetta vildi ég leyfa mér að undirstrika hér, herra forseti.