Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 11:38:56 (3127)

2000-12-11 11:38:56# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ArnbS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[11:38]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vek athygli á því að hér er verið að greiða atkvæði um 30 millj. kr. fjárveitingu til þess að sinna framboði á námi á háskólastigi í Austurlandi og Vestfjörðum í samræmi við þingsályktun um stefnu í byggðamálum. En þessi fjárveiting er einnig ætluð til þess að styrkja fræðslumiðstöðvar vegna kostnaðar þeirra vegna mikilla fjarlægða og fjarskiptakostnaðar og auk þess er heimilt að styrkja fámenn byggðarlög til kaupa á fjarnámsbúnaði. Hér er um ánægjulegt og stórt skref að ræða í menntamálum þjóðarinnar. Hér er einnig um stórkostlegt byggðamál að ræða og það á einnig við liðinn sem við greiðum atkvæði næst um að þar er verið að festa í sessi fræðslumiðstöðvar landshlutanna sem nú þegar hafa ótvírætt sannað gildi sitt.