Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 11:40:29 (3128)

2000-12-11 11:40:29# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[11:40]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Við 2. umr. fjárlaga var felld tillaga frá fulltrúum Samfylkingarinnar um að setja meira fé til símenntunar og fjarkennslu. Mér sýnist á því sem hér hefur verið samþykkt nú þegar að menn hafi þó aðeins áttað sig á mikilvægi málsins og ber að fagna því að tillögur koma frá meiri hlutanum nú í þessa sömu veru. Og þó að ekki sé um jafnstórt skref að ræða og það sem fulltrúar Samfylkingarinnar vildu stíga, þá er hér spor í rétta átt og þess vegna greiddum við, herra forseti, atkvæði með þeim tillögum og sömuleiðis með þeirri sem næst kemur til atkvæða.