Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 11:57:51 (3134)

2000-12-11 11:57:51# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[11:57]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er flutt tillaga sem tryggir að á næsta ári verði hægt að standa við loforð hæstv. félmrh. í búsetumálum fatlaðra. 370 millj. kr. skerðing á Framkvæmdasjóði fatlaðra á næsta ári og ekkert framlag til búsetumála fatlaðra nú við atkvæðagreiðslu við 3. umr. fjárlaga eftir að hæstv. ráðherra undirritaði yfirlýsingu með Öryrkjabandalaginu um átak í húsnæðismálum fatlaðra fyrir nokkrum dögum sýnir að loforð hæstv. ráðherra er marklaust og sýndarmennskan ein.