Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 12:03:52 (3137)

2000-12-11 12:03:52# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[12:03]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ekki náðist fyrirhugaður sparnaður á lyfjakostnaði á yfirstandandi ári þrátt fyrir að umtalsverðum kostnaði hafi verið velt yfir á sjúklinga. Enn er áætlað að spara í lyfjakostnaði og í þeim tilgangi er verið að vinna á mörgum sviðum. M.a. er fyrirhugað að taka upp nýtt greiðsluþátttökukerfi. Undirbúningur að slíkum kerfisbreytingum tekur tíma og tel ég, herra forseti, mjög vafasamt að hægt verði að ná sparnaði á forsendum fyrirhugaðra kerfisbreytinga. Sparnaðaraðgerðunum mun verða velt enn og aftur yfir á sjúklinga og því er lagt til að liðurinn verði hækkaður um 420 millj. kr.