Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 12:10:16 (3139)

2000-12-11 12:10:16# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[12:10]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Það eru engin rök fyrir því að hafa barnabætur ótekjutengdar aðeins til sjö ára aldurs barna. Því gerir tillaga okkar ráð fyrir því að barnabætur verði ótekjutengdar fram að 16 ára aldri barna en það er í raun það sama og Framsfl. lofaði fyrir síðustu kosningar. Það má í þessu sambandi benda á að hinar ótekjutengdu barnabætur stjórnarliða verða 33 þús. kr. á hvert barn á ári en til samanburðar er rétt að geta þess að þessar ótekjutengdu barnabætur voru að meðaltali 40 þús. kr. árið 1995. Ég segi já, herra forseti.