Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 12:16:29 (3143)

2000-12-11 12:16:29# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[12:16]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Þannig er komið í raforkumálum á Íslandi að sífellt minnkandi framlög ríkisins til Rafmagnsveitna ríkisins gera það að verkum að stoðkerfi landsbyggðarinnar er borið uppi nánast af öflugustu byggðakjörnunum úti á landi.

Öflugustu byggðakjarnarnir hér á suðvesturhorninu og á Akureyri eru stikkfrí varðandi stoðkerfi landsins í raforkumálum. Það er bráðnauðsynlegt að efla dreifikerfið í sveitum og nú liggja fyrir stórverkefni á vegum Rafmagnsveitna ríkisins, m.a. lína frá Egilsstöðum og niður á Eskifjörð.

Rafmagnsveitur ríkisins þurfa 400--700 millj. kr. í framlag frá ríkinu eða aðrar úrlausnir og því leggjum við til, ég og hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson, að framlag verði aukið um 180 millj. til að styrkja dreifikerfi í sveitum þannig að samtals séu veittar 318 millj. til Rafmagnsveitna ríkisins til þess að standa straum af stoðkerfi landsins í hinum dreifðu byggðum.