Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 12:24:02 (3147)

2000-12-11 12:24:02# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[12:24]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Fjölsóttir ferðamannastaðir þar sem er að finna flestar ef ekki allar náttúruperlur okkar hafa drabbast niður. Það er mat hæstv. umhvrh. að 430 millj. kr. þurfi til að bæta ástandið þannig að það verði viðunandi og staðirnir geti borið þann straum ferðamanna sem vill sækja okkur heim og njóta þess sem landið og náttúran hefur upp á bjóða.

Það kom berlega í ljós á síðasta ári að öryggi erlendra ferðamanna hér á landi er í hættu nema betur verði staðið að þessum málum í framtíðinni. Hér er lagt til að fjármagn verði lagt í að betrumbæta þessa staði. Ég segi já.