Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 12:42:18 (3157)

2000-12-11 12:42:18# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[12:42]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Enn á ný hafa stjórnarliðar fellt þær tillögur sem hér hafa verið bornar fram af Frjálslynda flokknum og Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði um styrkingu tekjutengingar ellilífeyrisþega og örorkubætur, lagfæringu á barnabótum og sjúkradagpeninga ásamt lyfjakostnaði.

Þau fjárlög sem hér liggja fyrir til afgreiðslu eru verðþenslufjárlög. Í þeim er ekki að finna það viðnám gegn verðbólgu sem nauðsynlegt hefði verið að veita. Þingmenn Frjálslynda flokksins munu sitja hjá við lokaafgreiðslu frv., enda verða þeir ekki kallaðir til ábyrgðar af lagasetningunni, heldur meiri hlutinn á Alþingi, stjórnarflokkarnir.