Fjárhagsvandi Vesturbyggðar

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 14:00:30 (3172)

2000-12-12 14:00:30# 126. lþ. 46.1 fundur 191#B fjárhagsvandi Vesturbyggðar# (óundirbúin fsp.), GAK
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[14:00]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Við afgreiðslu fjárlaga kom fram í brtt. á þskj. 463, 13. lið 8.20 svofelldur texti:

,,Að gera bráðabirgðasamkomulag við Vesturbyggð um fjárhagslega fyrirgreiðslu í tengslum við fyrirhuguð kaup ríkisins á eignarhluta sveitarfélagsins í Orkubúi Vestfjarða.``

Því spyr ég í fyrsta lagi: Liggur fyrir hvaða kröfum Vesturbyggð verður að standa skil á vegna vanskila í félagslega íbúðakerfinu?

Í öðru lagi: Liggur fyrir að önnur sveitarfélög á Vestfjörðum muni ekki nýta forkaupsrétt sinn þegar hlutafélag hefur verið stofnað um Orkubúið? Liggur þá fyrir að fyrirtækið Orkubúið muni ekki kaupa hlut í sjálfu sér þegar það hefur orðið að hlutafélagi? Þetta tel ég að hljóti að þurfa að liggja fyrir til að hægt sé að gera bráðabirgðasamkomulag um kaup á einhverju.