Fjárhagsvandi Vesturbyggðar

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 14:04:37 (3175)

2000-12-12 14:04:37# 126. lþ. 46.1 fundur 191#B fjárhagsvandi Vesturbyggðar# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[14:04]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Eins og ég sagði áðan var þessi texti ekki saminn af mér heldur var hann saminn í fjárln. Ég greiddi honum hins vegar atkvæði mitt sem meirihlutamaður í þinginu og fram hefur komið vilji hjá Vesturbyggð að selja hlut sinn í Orkubúinu. Ekki hefur verið gengið formlega frá neinu slíku og við munum ekkert sækja á um að gera það. En ef önnur sveitarfélög á Vestfjörðum eru fús að kaupa af Orkubúinu sé ég ekkert á móti því ef þau eru tilbúin að gjalda það verð sem Vesturbyggð þarf að fá. En Vesturbyggð þarf að fá peninga og það meira að segja töluvert mikla peninga til að fjárhagur sveitarfélagsins komist á réttan kjöl.