Aðgerðir lögreglunnar í fíkniefnamálum

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 14:15:03 (3184)

2000-12-12 14:15:03# 126. lþ. 46.1 fundur 193#B aðgerðir lögreglunnar í fíkniefnamálum# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[14:15]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Vissulega þarf að skoða svona mál sérstaklega en ég spyr: Telur ráðherra þetta vænlega leið? Getur hún sætt sig við að svona aðferðir séu notaðar þegar börn eru að fikta við fíkniefni? Er ekki nær að beita kröftunum í að finna þá sem flytja inn efnin og selja þau en hundelta börn og unglinga sem eru að fikta við þetta? Mér fyndist það óhugnanleg þróun ef sú væri raunin. Þetta hlýtur að vera undantekning, ég trúi ekki öðru. Ég spyr hæstv. ráðherra: Mun hún nokkurn tíma sætta sig við að hundum sé sigað á börn í þessum vanda?