Matvæli

Þriðjudaginn 12. desember 2000, kl. 16:42:52 (3216)

2000-12-12 16:42:52# 126. lþ. 46.10 fundur 74. mál: #A matvæli# (eftirlit, gjaldskrá o.fl.) frv. 169/2000, Frsm. KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 126. lþ.

[16:42]

Frsm. umhvn. (Kristján Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Nefndin fór ekki út í neina sérstaka greiningu á kostnaði. Eins og ég sagði í framsögu minni kom fram að kostnaður á námskeið getur verið 10 þúsund á mann yfir daginn.

Nefndin ræddi samt sem áður að fyrir lítil fyrirtæki, t.d. í sjoppum þar sem starfsmenn afgreiða pylsur eða fyrir veltuhröð, smá fyrirtæki, gæti kostnaðurinn reynst þeim óyfirstíganlegur ef farið væri út í að skylda alla þessa aðila til að fara á námskeið þannig að það er fest í hendur ráðherra að ganga eins langt í þessu máli án þess að fara yfir mörkin.

Ráðherrann mun væntanlega gera könnun á því með einhverjum aðferðum sem við hljótum að treysta ráðherranum til að geta gert í þessu tilliti.

Varðandi samræmingu erum við kannski ekki að tala um að þetta geti verið í höndum eins ráðherra þar sem margir ráðherrar, a.m.k. þeir sem hér eru taldir upp munu koma að fyrirtækjum sem varða matvæli með einum eða öðrum hætti. Þess vegna var það ekkert skoðað sérstaklega af nefndinni og reyndar minnist ég þess ekki hvort sú spurning hafi komið upp hvort beinlínis væri ástæða til að fara út í slíkar rannsóknir eða slíkar breytingar en þessi lög eru samt eins og ég sagði áðan, það er brátt þörf á heildarendurskoðun laganna í ljósi breytinga á matvælalöggjöf í Evrópu sem er þá mjög fljótlega.